Búið að taka upp fyrsta geisladiskinn

„Þetta verður léttur og skemmtilegur geisladiskur með lögum, sem flestir ætti að þekkja. Það verða þrettán lög á disknum og nokkrir flottir gestasöngvarar og gestahljóðfæraleikarar,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, stjórnandi sönghópsins Tónar og Trix í Þorlákshöfn.

Hópurinn, sem skipaður er eldri borgurum og hefur verið starfandi frá 2007, hefur nýlokið upptökum á sínum fyrsta geisladiski. Meðal gestasöngvara eru Kristjana Stefánsdóttir og Jónas Sigurðsson.

„Við verðum með tvenna útgáfutónleika í vor, annars vegar í Þorlákshöfn og hins vegar í Gamla bíói í Reykjavík,“ segir Ása Berglind ennfremur.

Upptökur á disknum fóru fram að hluta til í Reykjavík en söngurinn var tekinn upp á heimavelli í Þorlákshöfn.

Fyrri greinÚtlitið ekki bjart hjá Þór
Næsta greinStraumlaust í Rangárþingi