Jón Daði til Úlfanna

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur gert þriggja ára samning við enska 1. deildarliðið Wolverhampton Wanderers en liðið kaupir hann frá Kaiserslautern í Þýskalandi fyrir ótilgreinda fjárhæð.

„Ég veit hvernig klúbbur Wolves er. Þetta er mjög aðlaðandi félag með frábær og háleit markmið,“ segir Jón Daði í frétt á heimasíðu félagsins.

„Wolves er metnaðarfullt félag með mikla sögu og frábæra aðstöðu. Í því ljósi var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig og ég er mjög, mjög hamingjusamur.“

Jón Daði hefur frá því um áramót spilað með Kaiserslautern í þýsku 1. deildinni en var þar áður hjá Viking í Noregi.

„Ég ólst upp við að horfa á enska boltann. Hann er mjög vinsæll á Íslandi og það hefur verið markmið mitt að komast til Englands. Mér líkar við leikstílinn og Úlfarnir er félag sem ég hef alltaf vitað af og man eftir úr ensku úrvalsdeildinni.

Vefur Wolves

Fyrri grein„Frábært að halda hreinu“
Næsta greinViðar markahæstur í Svíþjóð – Malmö á toppnum