Ómar þjálfar Stokkseyringa

Ómar Valdimarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Stokkseyrar í knattspyrnu en liðið er nýliði í 4. deildinni í sumar.

Ómar er ráðinn til eins árs en hann þjálfaði KFR síðustu tvö keppnistímabil en þessi margreyndi leikmaður var áður aðstoðarþjálfari á Selfossi þegar Gunnlaugur Jónsson og Zoran Miljkovic þjálfuðu liðið.

Stokkseyri mætir nú aftur til leiks á Íslandsmótið eftir 21 árs hlé og leikur í A-riðli 4. deildarinnar.

Fyrri greinTugir milljóna í uppbyggingu á Suðurlandi
Næsta greinBjarki lánaður á Selfoss