Vallaskóli sigraði í Skólahreysti

Lið Vallaskóla á Selfossi velti Hvolsskóla úr sessi og sigraði í Suðurlandsriðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Reykjavík í dag.

Hvolsskóli hefur sigrað í keppni sunnlensku skólanna síðustu tvö ár en Vallaskóli hafði betur í dag og sigraði með yfirburðum, hlaut 63 stig.

Hvolsskóli varð í 2. sæti með 53,5 stig og Grunnskólinn í Þorlákshöfn í 3. sæti með 44,5 stig.

Í liði Vallaskóla eru Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Teitur Örn Einarsson og Eysteinn Máni Oddsson. Varamenn í liðinu eru Eydís Birgisdóttir og Konráð Jóhannsson. Umsjón með Skólahreystiliði Vallaskóla hafa íþróttakennararnir Guðmundur Garðar Sigfússon og Gylfi Birgir Sigurjónsson.

Úrslitakeppnin verður 2. maí í Laugardagshöllinni og verður lið Vallaskóli fulltrúi sunnlensku skólanna þar.

Fyrri greinMikil farþegafjölgun hjá Strætó á Suðurlandi
Næsta greinStækkun friðlandsins í Þjórsárverum kynnt