Safnaði 646 þúsund krónum fyrir ABC

Selfyssingurinn Erna Kristín Stefánsdóttir færði ABC barnahjálp afraksturinn af fjársöfnun sinni fyrr í vikunni en hún lagði hárið að veði til að safna hálfri milljón króna fyrir samtökin.

Söfnunin gekk vel og safnaðist gott betur en upphaflega var stefnt að. Þannig kom Erna Kristín færandi hendi til ABC barnahjálpar á þriðjudaginn og afhenti samtökunum ávísun upp á 646.501 kr.

Upphæðin rennur óskipt til götubarnastarfs ABC í Nairobí í Kenýa og þessi veglega gjöf Ernu Kristínar markar upphafið að söfnunarátaki sem ABC ræðst nú í fyrir börn í Kenýa og Pakistan.

Nánari upplýsingar um söfnunina eru hér.

Fyrri grein„Okkur er refsað grimmilega“
Næsta greinÞrjár uppaldar hjá KFR í U16