Hárið farið!

„Mér líður mjög vel. Ég held að mér hafi bara aldrei liðið jafn vel,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir 21 árs gömul Selfossmær sem í morgun rakaði af sér allt hárið til styrktar ABC barnahjálp.

Erna hafði heitið því að raka af sér allt hárið ef hún myndi safna hálfri milljón fyrir ABC barnahjálp. Söfnuninni lauk í gærkvöldi og höfðu þá safnast 590 þúsund krónur.

Hæstu framlögin voru nokkur jafnhá framlög upp á tíu þúsund krónur svo að það kom í hlut Gústafs Lillendahl, á hársnyrtistofunni Stofunni á Selfossi, að raka hárið af Ernu.

„Korteri fyrr var ég svolítið kvíðin, en svo þegar ég settist í stólinn þá var þetta bara allt í góðu,“ segir Erna sem hlakkar mest til að hoppa trampólíni með ekkert hár.

Hárið ætlar hún svo að gefa Krabbameinsfélaginu til hárkollugerðar.

Erna_snodud130612jsh5964_636271834.jpg
Erna í viðtali við Ísland í dag áður en fyrsti lokkurinn var klipptur.

Erna_snodud130612jsh5980_473218322.jpg
Gústi kominn með rakvélina á loft.

Erna_snodud130612jsh6006_666941762.jpg
Breytingin er mikil fyrir Ernu sem alltaf hefur verið með sítt hár.

Erna_snodud130612jsh6041_607970867.jpg
Linda Jónsdóttir, móðir Ernu, var ánægð með stelpuna sína.

Erna_snodud130612jsh6048_305181890.jpg
Erna Kristín ásamt kærasta sínum, Bassa Ólafssyni, sem fannst
nýja klippingin flottari en hann þorði að vona.

Erna_snodud130612jsh6055_419722518.jpg

Hárið var alls 75 sm og 141 gr. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Fyrri greinFjóla sigraði í tveimur greinum
Næsta greinStefán Gíslason: Hvers vegna Þóru?