Bílarnir keyra yfir brúna

Brúarvinnuflokkar, verktakar sem komið hafa að brúarsmíðinni við Múlakvísl, björgunarsveitarmenn og aðrir í ferjuflutningum gengu fylktu liði yfir nýju brúna rétt eftir klukkan tólf í dag.

Aðeins eina viku tók að smíða brúna sem er 156 metra löng stálbitabrú, reist á tréstaurum og með trégólfi.

Eftir marseringuna var brúin opnuð formlega en fyrsti bíll yfir var bíll innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, en með honum í för voru ferðamálaráðherrann Össur Skarphéðinsson og vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson.

Fyrri greinSigursteinn og Alfa töltmeistarar
Næsta greinMikill léttir fyrir íbúa sýslunnar