Skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Nokkrir jarðskjálftar urðu í Mýrdalsjökli síðdegis í dag og um kl. 21 í kvöld. Upptök skjálftanna virðast vera suðaustan við Entu.

Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hófst skjálftahrinan á sjötta tímanum í dag en var með kyrrum kjörum milli klukkan 17:44 og 20:56

Stærsti skjálftinn var um 3 stig á Richter en um óyfirfarnar niðurstöður er að ræða.

Fyrri greinVarð fyrir torfærubíl
Næsta greinBílabíó á Selfossi