Eldgos hafið í Grímsvötnum

Dökkur gosmökkur frá Grímsvötnum sést nú frá Skaftafelli, Vík og víðar á Suðurlandi. Mökkurinn sést einnig vel í Hrunamannahreppi og á Selfossi.

Á sjöunda tímanum í kvöld komu fram merki á jarðskjálftamælum um að eldgos gæti verið að hefjast eða er hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið vikjuð vegna þessa.

Síðast gaus í Grímsvötnum í Vatnajökli árið 2004. Í kvöld verður flogið með vísindamenn yfir svæðið og aðstæður kannaðar.

Fyrri greinHamar vann slaginn um Suðurland
Næsta greinVegurinn um Skeiðarársand lokaður