Enn lokað fyrir umferð upp að Fimmvörðuhálsi

„Sú lausn sem við höfðum hugsað okkur geng­ur ekki upp,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitar­stjóri í Rangárþingi eystra. Sveitar­stjórn hyggst falla frá tillögu um nýtt vegstæði upp á Fimmvörðuháls frá Skógum eftir að sumar­húsaeigendur mótmæltu fyrir­hugðum framkvæmdum.

Ábúendur í Skógum hafa lokað fyrir umferð um bæjarhlaðið vegna álags sem þar hefur skapast. Á meðan er núverandi vegur inn að Baldvinsskála lokaður.

Sigurbjarni Sveinsson á Hvols­velli sem rekur fyrirtækið South Iceland Adventure segir að 90% allra fyrirspurna um ferðir komi frá erlendum ferða­mönnum sem vilja komast í nánd við eldstöðv­arnar. „Þetta er okkar gullnáma sem er alger­lega vannýtt,“ segir hann.

Sex milljónum hefur verið úthlutað úr styrkvegasjóði í nýtt vegstæði og segir Ísólfur Gylfi að í bígerð sé að finna það.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinÁrsþing Landsbjargar sett í dag
Næsta greinSamningur um Þuríðargarð undirritaður