Umdeildri umhleðslustöð lokað

Stuttri sögu umhleðslustöðvar Sorpstöðvar Suðurlands á gámasvæðinu í Sandvíkurhreppi lýkur um næstu mánaðarmót þegar henni verður lokað, réttu ári eftir að hún var opnuð.

Ástæðan er gegnum gang­andi taprekstur á þeim tíma sem hún hefur verið starfrækt. „Þessi stöð er ekki að skila þeim ávinningi sem menn gáfu sér í upphafi,“ segir Gunnar Egilsson, stjórnar­formaður Sorpstöðvar Suðurlands í samtali við Sunnlenska.

Hann segir málið hreina hörmungarsögu og kostnaðinn sem hlotist hefur af bygg­ingu stöðvarinnar og taprekstrinum að líkind­um yfir 50 milljónir króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinÁrborg úr leik í bikarnum
Næsta greinHamar óvænt úr leik