Fjórir gistu fangageymslur

Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna líkamsárásar fyrir Hvítahúsið á Selfossi um kl. 4 í nótt.

Þar varð ágreiningur milli manna sem endaði með því að einn var laminn nokkuð illa að sögn lögreglunnar. Talið er að hann hafi úlnliðsbrotnað.

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi en þaðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar.

Mennirnir sem voru handteknir eru á aldrinum 17-20 ára. Að sögn lögreglu er ekki víst að allir mennirnir sem handteknir voru standi að baki árásinni, en þeir voru færðir þangað þar sem ekki var hægt að yfirheyra þá á staðnum sökum ölvunar.

Fyrri greinMest andstaða í Suðurkjördæmi
Næsta greinUnnur fékk jafnréttisviðurkenningu