Annað vopnað rán í Samkaupum

Ungur piltur réðist inn í verslun Samkaupa á Selfossi seint í gærkvöldi, otaði skærum að starfsmanni og heimtaði sígarettur.

Pilturinn kom í verslunina um kl. 22:30, starfsmaðurinn afhenti piltinum einn pakka af sígarettum og hvarf hann þá á braut.

Ræninginn þekktist á myndum úr öryggismyndavélum og var hann handtekinn á Selfossi klukkutíma síðar. Versluninni var lokað eftir ránið.

Pilturinn gisti fangageymslur í nótt og var yfirheyrður í morgun. Hann verður sextán ára í maí og er því orðinn sakhæfur.

Hann verður ákærður fyrir verknaðinn en barnaverndaryfirvöld koma einnig að málinu sem telst upplýst.

Þetta er annað ránið í Horninu á árinu þar sem vopni er beitt. Ungur maður stal ógnaði starfsmanni með hnífi og stal tóbaki þar í janúar.

Fyrri greinTvær sunnlenskar í úrslitum
Næsta greinNýtt póstnúmer á Stokkseyri