Lélegur tölvukostur við Sunnulæk

Starfsfólk og nemendur Sunnulækjarskóla á Selfossi eru langþreytt á hægvirkum tölvum og fátæklegum tölvubúnaði í skólanum.

Á síðasta fundi fræðslunefndar Árborgar kom fram að fartölvur í skólanum séu allt upp í tvær kennslustundir að ræsa sig upp fyrir einstaka notendur. Í skólanum er ekki tölvuver og er það ósk kennara að sett verði fé í að bæta tækniaðstöðu við skólann.

Í svari nefndarinnar við fyrirspurnum kennara við Sunnulæk kemur fram að í fjárhagsáætlun ársins 2011 er gert ráð fyrir að veita 22 milljónum í tölvumál. Það sé svo í höndum yfirmanns tölvumála sveitarfélagsins að forgangsraða í þessum málaflokki og ráðstafa fjármunum á þann hátt að þeir nýtist sem best.

Fyrri grein234 hótelherbergi í Hveragerði í sumar
Næsta greinEiríkur fjallar um Stórubólu