Bregðast við auknum fjölda glæpafrétta

„Við verðum vör við að Selfoss er æ oftar í fréttum tengdum ofbeldisfullum glæpum og fylgjumst vel með því og höfum vissulega af því áhyggur,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar.

Þetta segir Eyþór aðspurður um hvort bæjaryfirvöld í Árborg óttist að glæpum sé að fjölga í sveitarfélaginu, en talsvert hefur verið um fréttir tengdum ofbeldi og eiturlyfjamálum að undanförnu frá svæðinu.

Eyþór segir að kallað verði eftir tölfræðilegum gögnum um tíðni glæpa á svæðinu til að fá úr því skorið hvort um einhverja tilfallandi aukningu sé að ræða eða óæskilega þróun.

Hann segir vilja til þess að auka samstarf við lögregluna sem og íbúa sveitarfélagsins. „Við höfum nýlega komið á fót hverfaráðum og þetta verður eflaust eitt af þeim málum sem þar verða uppi á borði“, segir Eyþór.

Fyrri greinMyndir ársins í Gerðarsafni
Næsta greinMyndir Þórhildar til sýnis