Fólk varað við að vera á ferðinni

Óveður er á Hellisheiði, Sandskeiði, í Þrengslum og undir Ingólfsfjalli.

Á Selfossi og nágrenni hvessti mikið um kl. 16:30 og er bálhvasst á því svæði. Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni undir Ingólfsfjalli en þar hafa nokkrir bílar fokið í dag. Í verstu hviðunum fer vindstyrkurinn upp í 40 metra á sekúndu.

Nokkuð tjón hefur orðið, aðallega á Selfossi og hafa þakplötur fokið og rúður brotnað. Ekki hefur þó heyrst af meiðslum á fólkið að sögn lögreglu. Í Hveragerði er einnig mikið rok og eru björgunarsveitarmenn að störfum í Eden þar sem þakplötur hafa losnað.

Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrið byrji að ganga niður uppúr klukkan 19 í kvöld.

Fyrri greinHafa játað að hluta
Næsta greinKolvitlaust veður í Skarðshlíð