Enginn Sunnlendingur á stjórnlagaþing

Enginn Sunnlendingur er í hópi þeirra 25 einstaklinga sem sitja munu stjórnlagaþing. Landsbyggðin á þrjá fulltrúa í hópnum.

Landskjörstjórn hefur tilkynnt hvaða 25 einstaklingar voru kjörnir á stjórnlagaþing. Alls greiddi 83.531 atkvæði eða 35,9%, ógild atkvæði voru 1196 eða 1,4%. Ekki kom til þess, að beita þyrfti lagaákvæðum til að jafna kynjahlutfall kjörinna fulltrúa.

Kjöri náðu eftirtalin: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Inga Lind Karlsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pavel Bartozek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

Fyrri grein67 milljóna viðbótarframlag vegna eldgosanna
Næsta greinHyggjast auka neyðarlýsingu