Eystri Rangá ber af

Eystri Rangá trónir á toppnum yfir laxveiðiár landsins en þar hafa komið á land 5.906 laxar.

Í síðustu viku veiddust tæplega 200 laxar í Eystri Rangá, en um 50 fleiri í Ytri Rangá sem er næst aflahæst. Þar eru komnir 5.743 laxar á land. Ytri Rangá hefur verið að gefa um 40 laxa á dag síðustu daga og þar hefur svæðið við Djúpós komið sterkt inn.

Veiði er lokið í flestum stærstu laxveiðiánum en veitt er í Rangánum nær allan október. Veiði á aðalsvæði Ytri Rangár lýkur 31. október en 20. október á svæðinu Heiði/Bjallalækur. Vesturbakki Hólsár lokar 15. október.

Þá er enn hægt að komast í veiði í Tungufljóti sem lokar 20. október.

Fyrri greinStyrkur í vegabætur
Næsta greinVertíðin hefst í kvöld