Björgunarmiðstöðin tilbúin 1. desember

Sveitarfélagið Árborg og Íslandsbanki undirrituðu í dag kaupsamning vegna Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg. Kaupverðið er 192 milljónir króna og er fjármagnað með leigutekjum.

Húsnæðið hýsir Björgunarfélag Árborgar en Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands munu taka húsið í notkun þann 1. desember nk. Húsnæðið er ekki fullbúið en nú verður allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum þannig hægt verði að nýta það að fullu.

„Málefni Björgunarmiðstöðvarinnar hafa verið nokkuð til umfjöllunar á undanförnum misserum en nú er búið að tryggja framtíðarhúsnæði fyrir viðbragðsaðilana sem koma til með að nota húsið. Leigutekjur þeirra til sveitarfélagsins standa undir afborgunum og rekstri húsnæðisins. Kaupin munu því ekki íþyngja sveitarfélaginu,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinSelfoss – ÍBV 0-2
Næsta greinHamar áfram í Lengjubikarnum