Útlit fyrir metsumar í ferðaþjónustu

Útlit er fyrir að metfjöldi ferðamanna leggi leið sína á Suðurland þetta sumarið en áætlað er að um 600.000 gestir sæki svæðið heim.

Að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa má ætla að um 600.000 gestir leggi leið sína inn á svæðið en hún sinnir svæðinu frá Þingvöllum til Þjórsár. Fyrir þremur árum var talið að hálf milljón manna legði leið sína inn á þetta svæði en Ásborg telur að það hefði aukist talsvert þó ekki liggi fyrir nýjar tölur þar um.

„Segja má að ferðamannastraumurinn hafi farið seinna af stað en áður, meðal annars vegna eldgossins, en síðan hefur hann aukist jafnt og þétt. Nú erum við líklega að horfa á metfjölda enda má segja að veðrið hafi leikið við okkur,“ sagði Ásborg í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinAllt að 7.000 laxar á land
Næsta greinBílasalar skipta um gír