Fjórir Hvergerðingar óskast

Íbúar í Hveragerði eru nú 2.319 og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Í ágúst 2008 voru íbúarnir þremur fleiri en núna.

Einungis þarf því fjóra nýja bæjarbúa til að slá hið fyrra íbúatölumet. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, sagði í samtali við Sunnlenska.is að grannt verði fylgst með þróun mála og þeir sem verða til þess að metið verður slegið mega eiga von á glaðningi frá bæjaryfirvöldum.

„Þessi þróun þykir nokkrum tíðindum sæta þegar flest önnur sveitarfélög búa við fólksfækkun. Það er greinilegt að Hveragerði er heimsins besti staður eins og frumbyggjarnir höfðu á orði hér í árdaga byggðar,“ sagði Aldís, létt í bragði.

Fyrri greinVilja sömu hafnargjöld áfram
Næsta greinGóður gangur í Rangánum