Bónus og Hagkaup byggja á Selfossi

Verktakafyrirtækið JÁVERK á Selfossi hefur fengið úthlutað þremur lóðum við Larsenstræti á Selfossi en þar munu rísa verslanir Bónus og Hagkaupa.

Larsenstræti gengur út úr Langholti í austurbæ Selfoss við hlið BYKO. Að sögn Árna Hilmars Birgissonar, verslunarstjóra Bónus á Selfossi, er gert ráð fyrir að framkvæmdir við verslanirnar hefjist í haust. Um sé að ræða 2.200 fm verslunarmiðstöð.

JÁVERK mun kosta og annast gatnagerð við lóðirnar sem eru við Larsenstræti 1 og 3. Á lóð númer 5 stendur svo til að reisa 900 fm verslunarhúsnæði en því hefur ekki verið ráðstafað.

Fyrri greinSkráning hafin í traktorstorfæruna
Næsta greinÖkumenn með allt á hreinu