Öllum sagt upp hjá Ræktó

Öllum starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða verður sagt upp um næstu mánaðarmót.

Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi í morgun. Sextíu manns vinna hjá fyrirtækinu sem hefur verið eitt öflugasta verktakafyrirtækið á Suðurlandi á síðustu árum.

Engin verkefni eru framundan hjá fyrirtækinu í haust og í samtali við RÚV sagði Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri, að því þyrfti að grípa til þessa úrræðis.

Fyrri greinÞuríðargarður vígður á Stokkseyri
Næsta greinNýr gígur í jöklinum