Stórlega dregið úr gosinu

Stórlega hefur dregið úr gosinu í Eyjafjallajökli og má ætla að kvikuflæðið sé nú nærri 5 tonn á sekúndu.

Efnið kemur upp sem gjóska í gosmekki sem rís um 1,5-2 km upp fyrir gíginn. Ekkert hraunrennsli er úr gígnum.

Engar tilkynningar hafa borist af öskufalli í dag. Órói hefur verið að minnka frá því í gærkveldi. Í morgun hækkaði hann þó í um tvo tíma en hefur eftir það haldið áfram að lækka.

Fyrri greinHamar steinlá í Sandgerði
Næsta greinTilþrifin hefjast við Hellu í dag