HÍ færir íþróttafræðinámið til Reykjavíkur

Háskólaráð Háskóla Íslands ákvað í dag að flytja námsbraut í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Námið verður flutt til Reykjavíkur í áföngum.

Þannig munu nýir nemendur hefja nám í Reykjavík næsta haust, en nemendur annars og þriðja árs verði næsta vetur á Laugarvatni. Í samþykkt sinni segir Háskólaráð námið sé flutt vegna fækkunar nemenda. Helsta ástæða fækkunarinnar sé sú að nemendur vilji síður sækja námið til Laugarvatns.

RÚV greinir frá þessu.

Í samþykkt Háskólaráðs er þess einnig getið að stefnt sé að því að nota aðstöðu Háskólans á Laugarvatni til annarra verkefna eftir því sem fjármagn og tækifæri leyfi. Háskólaráð hitti bæði þingmenn Sunnlendinga og sveitarstjórnarmenn stuttlega á fundi sínum í dag. Skömmu síðar var fundi slitið og yfirlýsing send út til starfsmanna Háskólans.

Frétt RÚV

Fyrri greinRúmlega 1,7 milljón króna til verkefna í Skaftárhreppi
Næsta greinFSu tapaði heima gegn botnliðinu – Þór vann góðan sigur