Fullt af lausum minkum á Selfossi

„Já, já, það er fullt af lausum minkum á Selfossi, bæði villtum og búrdýrum, það tímir bara enginn að kaupa þjónustu til að veiða hann, þetta snýst um pólitík og ekkert annað.“

Þetta segir Jóhannes Þór Ólafsson hjá Meindýravörnum Suðurlands þegar hann var spurður hvort hann héldi að það væri mikið um mink á Selfossi.

Á dögunum var minkur drepinn við Hótel Selfoss eftir mikinn eltingarleik Skúla Helgasonar, minkabana frá Ósabakka á Skeiðum og tveggja lögreglumanna.

Skúli segir að það sé hundrað prósent að minkurinn hafi verið búrminkur, hann hafi hegðað sér þannig, það er ekki sótt í ána, og litur minksins sýndi það líka.

Fyrri greinEkið á Husky á Austurveginum
Næsta greinJón Steingrímur verðlaunaður fyrir afburða árangur