SASS kortleggur þörf á hjúkrunarrýmum

Ársþing SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í síðustu viku, leggur áherslu á stefnumörkun um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og endurbóta á hjúkrunarýmum sem fyrir eru á starfsvæði SASS.

Stjórn SASS vinnur nú í að kortleggja þörf fyrir endurbætur á hjúkrunarrýmum sem fyrir eru og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma á starfssvæði SASS með stefnumörkun að markmiði. Í stefnumörkun á að taka mið af þörf fyrir ný hjúkrunarrými skv. biðlistum, endurnýjun eldra húsnæðis (einsmannsstofur í stað fjölbýla) og byggingu hjúkrunarrýma í stað ónothæfs húsnæðis. Jafnframt yrðu kannaðir möguleikar á aukinni heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu.

Í framhaldi verði skipaður starfshópur sem hafi það að markmiði að móta heildstæðar tillögur í hjúkrunarrýmismálum og öldrunarmálum á svæðinu.

Í ljósi þess að langir biðlistar eru á svæðinu skorar ársþing SASS á stjórnvöld að tryggja fjármagn til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma og endurbóta eldri bygginga. Þörf fyrir fjölgun hjúkrunar- og hvíldarrýma á svæðinu er veruleg. Samkvæmt samræmdu færni- og heilsumati er staðan nú þannig að 28 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrými og 24 á biðlista eftir hvíldarrými.

Meðal annarra ályktana sem samþykktar voru á ársþingi SASS má nefna ályktun um ljósleiðaravæðingu Íslands, að menntunarstig á svæðinu verði hækkað og að í samgöngumálum verði lögð áhersla á umferðaröryggi, almenningssamgöngur og háhraðanettengingar.

Ársþing SASS haldið á Kirkjubæjarklaustri 21. og 22. október 2014 leggur áherslu á eftirfarandi atriði við ríkisvaldið til úrbóta í samgöngumálum:

Einnig minnti þingið á að menningarsamningar ríkis og sveitarfélaga renna út í árslok 2014 og að nauðsynlegt sé að nýir samningar til lengri tíma verði undirritaðir fyrir lok ársins og fjármagn tryggt til menningarmála.

Fyrri greinStofna ferðamálaráð
Næsta greinLítið álag á HSu