Píratar bjóða ekki fram í Árborg

Ekkert verður af fyrirhuguðu framboði Pírata í Sveitarfélaginu Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út í dag.

Píratar höfðu boðað framboð og málefnavinna var farin af stað en aðildarfélag Pírata í Árborg var stofnað í mars síðastliðnum þar sem kosin var bráðabirgðastjórn.

Gísli Eleseus Ragnarsson Moore, einn þeirra sem stóð að framboðinu sagði í samtali við sunnlenska.is að Píratahópurinn hafi verið of fámennur og grasrótarstarfið hafi aldrei komist á flug og því hafi ekki verið grundvöllur fyrir framboði Pírata að þessu sinni.

Fyrri greinMexíkanskur baunaréttur
Næsta greinFulltrúi K-lista ekki boðaður á kjörstjórnarfund