Framkvæma fyrir milljarð

Reisa á veitingastað og eldfjalla- og náttúrusetur á Hvolsvelli og munu framkvæmdir hefjast á haustdögum. Áætlaður kostnaður er um milljarður króna og munu um tuttugu manns fá vinnu á staðnum.

Að framkvæmdinni standa Skúli Gunnar Sigfússon og Sigmar Vilhjálmsson en þeir hafa ráðið Ásbjörn Björgvinsson sem framkvæmdastjóra eldfjallasetursins en hann stjórnaði m.a. Hvalasetrinu á Húsavík og er formaður Ferðamálasamtaka Íslands.

Húsið mun standa við þjóðveg 1, milli spennistöðvar RARIK og söluskála Bjarkarinnar og verður á milli tvö og þrjúþúsund fermetrar að stærð.

Staðurinn mun opna vorið 2016 en á staðnum verður einnig glæsilegur veitingastaður og minjagripaverslun.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinKolbeinn íþróttamaður Gnúpverja 2013
Næsta greinPáskaeggjaleit á Selfossi