Örlítill munur á lægstu tilboðunum

Súperbygg ehf á Selfossi bauð lægst í þjónustu og viðhald á leigubústöðum Árborgar 2014-2015 en tilboð í verkið voru opnuð í síðustu viku.

Aðeins munaði 6.172 krónum, eða 0,07% á tveimur lægstu tilboðunum. Súperbygg bauð 8.279.256 krónur í verkið en Fossandi ehf á Selfossi var örlítið hærri með 8.285.428 krónur.

Ellefu verktakar buðu í verkið en kostnaðaráætlun þess hljóðaði upp á 11,4 milljónir króna. Tilboð Rúnars Ingólfssonar ehf var ekki gilt þar sem það tók aðeins til eins þáttar útboðsins en bjóða átti í nokkra verkliði.

Tilboð:
Súperbygg ehf 8.279.256.-
Fossandi ehf 8.285.428.-
Byggingafélagið Laski 8.973.635.-
Stoðverk 9.125.850.-
Trésmiðja Ingólfs ehf 11.037.085.-
—————————————————–
Unnko ehf 12.304.030.-
Eðalbyggingar 13.974.260.-
Skrauthús 14.306.300.-
Smíðandi 14.798.873.-
Vörðufell 16.664.900.-
Rúnar Ingólfsson ehf 212.630.-

Fyrri greinSelfoss fær markvörð frá Breiðabliki
Næsta greinHefur áhyggjur af þrengslum við Sýslumannstúnið