Árborg leigir íbúðagám

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að taka á leigu íbúðargám frá Gámaþjónustunni til að leysa húsnæðisvanda útigangsmanns á Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, sagði í samtali við sunnlenska.is að ekki væri búið að ákveða hvar gámurinn verður staðsettur en það verður gert í samráði við skipulags- og byggingarnefnd.

Sveitarfélagið greiðir um 75 þúsund krónur á mánuði fyrir leigu á gámnum en líkt og almennt gildir með félagslegt húsnæði þá borga þeir sem njóta slíkra úrræða leigu, þannig að kostnaður sveitarfélagsins ætti ekki að vera mjög mikill að sögn Ástu.

Fyrri greinBjössi Thor Bítlarnir á Suðurlandi
Næsta grein„Þríburarnir“ sigruðu söngkeppnina