Barnaskólinn Eyrabakka vekur athygli

Vandræðalegt mál er komið upp á Eyrarbakka þar sem glæsilegt skilti hefur verið sett upp við menntastofnunina í þorpinu.

Þar stendur stórum stöfum „Barnaskólinn Eyrabakka“, og eru Eyrbekkingar ekki par sáttir við að nafnið á þessum fyrrum höfuðstað Suðurlands hafi verið stytt um eitt r.

Vonandi munu ráðamenn í sveitarfélaginu hafa hraðar hendur og bæta r-inu við svo að þar standi „Eyrarbakka“.

Sambærilegt mál kom upp í Skógum fyrr á árinu þar sem einu r-i var ofaukið í nafninu Skógafoss. Lendi Árborgarar í vandræðum ættu þeir þá líklega að geta fengið r-ið af því skilti lánað frá Rangæingum.

Fyrri greinSelfoss tapaði í Eyjum
Næsta greinÞrjátíu tinda göngu lauk á Bolafjalli