Kríuungar drepast í stórum stíl

Nú er ekki að finna einn einasta lifandi kríuunga í kríuvarpinu í Vík í Mýrdal. Ungarnir hafa ýmist drepist úr hungri eða verið étnir af mávum.

Eins og sunnlenska.is greindi frá í byrjun júní eru kríurnar í Mýrdalnum færri en oft áður og allt benti til að sandsílastofninn sé lítið að braggast en sandsílið er aðalfæða kríunnar og lundans.

Þórir N. Kjartansson í Vík fylgist vel með fuglalífinu við þorpið og að sögn hans varð talsvert varp í vor en örfáum dögum eftir að ungarnir klöktust úr eggjunum voru þeir dauðir úr hungri eða höfðu verið étnir af síla- og hettumáfi.

„Hluti kríunnar verpti aftur en það fór allt á sömu leið, enda er alltaf verri afkoma úr seinna varpi, þó svo að allt væri í lagi hvað ætið varðar,“ sagði Þórir í samtali við sunnlenska.is og bætti við að líklega væri svipaða sögu sé að segja af lundanum, þó það komi ekki í ljós fyrr en seinna.Krí

Fyrri greinBrjálað að gera í Landeyjahöfn
Næsta greinTvær ungar stúlkur létust í slysinu