Ungfrú Suðurland: Una Rós

Una Rós Sævarsdóttir er átján ára Selfyssingur, fædd þann 29. september 1993.

Foreldrar hennar eru Valgerður Una Sigurvinsdóttir, Sævar Örn Guðjónsson og Sigurður Gísli Þorsteinsson. Hún stundar nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Tíu spurningar til Unu Rósar:
Helstu áhugamál:
Dans, ferðast, versla og vera með vinum.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Þingvellir.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Lewis Hamilton.
Uppáhalds listamaður: Mugison.
Uppáhalds bók: Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip Girl og South Park.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Opin, hreinskilin og lífsglöð.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Eye of the tiger.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Þegar að yngri bræður mínir fæddust.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til að prufa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki.

Fyrri greinÞór mætir Snæfelli í úrslitakeppninni
Næsta greinLögreglan stöðvaði söng á svölunum