Ungfrú Suðurland: Guðrún María

Guðrún María Guðbjörnsdóttir er átján ára Eyjamær, fædd þann 11. nóvember 1993.

Foreldrar hennar eru þau Stefanía Ástvaldsdóttir og Guðbjörn Ármannsson. Guðrún María stundar nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Tíu spurningar til Guðrúnar Maríu:
Helstu áhugamál:
Mér finnst gaman að vera með vinum, ferðast, útivera og hreyfing.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Heimaey eða í bústað á Flúðum.
En erlendis: Það koma nokkrir til greina, mér fannst gaman að keyra um Þýskaland og svo heillar Danmörk.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Eins og er hef ég miklar mætur á Annie Mist og hvað hún hefur gert.
Uppáhalds listamaður: Adele.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends eru alltaf bestir.
Á hvað trúir þú: Bjarta framtíð.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ég tel mig vera ákveðna, kuteisa og jákvæða.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Köngulær eru ekki í uppáhaldi hjá mér.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Rauðu blysin á sunnudeginum á þjóðhátíð sitja föst í minningunni.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Eva Dögg
Næsta greinUngfrú Suðurland: Guðrún Telma