Ungfrú Suðurland: Eva Dögg

Eva Dögg Davíðsdóttir er sautján ára, frá Vestmannaeyjum, fædd þann 4. maí 1994.

Hún er dóttir Maríu Pétursdóttur og Davíðs Þórs Einarssonar og er að vinna á leikskóla í Vestmannaeyjum.

Tíu spurningar til Evu Daggar:
Helstu áhugamál:
Fimleikar og fleiri íþróttir, að eyða tíma með vinum og fjölskyldu, ferðast og skoða nýja hluti.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Vestmannaeyjar.
Hvaða hlutar í eigu þinni gætir þú síst verið án: Úlpunnar minnar.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Make it or brake it.
Á hvað trúir þú: Hið góða.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Er heiðarleg, dugleg, klára það sem ég tek mér fyrir hendur, hef gott sjálfstraust og er voða hress og kát.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: She’s the one með Robbie Williams.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Ég er með vott af valkvíða yfir öllum mögulegum hlutum.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til að prufa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki.
Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Þetta reddast.

Fyrri greinLjósmynd Jónasar á frímerki
Næsta greinUngfrú Suðurland: Guðrún María