Ungfrú Suðurland: Bryndís Hera

Bryndís Hera Gísladóttir er nítján ára Ölfusingur, fædd þann 11. apríl 1992.

Bryndís er frá Þorlákshöfn og er dóttir Dórótheu Róbertsdóttur og Gísla Hraunfjörð. Hún er að ljúka námi á listabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands og stefnir á nám í innanhússarkitektúr í Danmörku í framhaldinu.

Tíu spurningar til Bryndísar Heru:
Helstu áhugamál:
Ég gæti verslað allan sólarhringinn. Snjóbretti á veturna, sund og ferðalög á sumrin og að vera með kærastanum.
Uppáhaldsstaður erlendis: Færeyjar eru svo fallegur staður.
Hvert langar þig að fara erlendis: Mig langar að fara í sjálfboðavinnu til Zimbabwe og hjálpa ljónsungum að veiða í náttúrunni.
Uppáhalds listamaður: Sif Jacobsen.
Uppáhalds bók: Dauðarósir.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Desperate Housewives.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Hreinskilni, liðleiki og lífsgleði.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Þegar ég var 14 ára og vinnufélagar mínir plötuðu mig til þess að fara með humar í viðgerð á bílaverkstæði.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Það er gaman að kynnast nýjum stelpum og læra framkomu sem er mjög mikilvæg í lífinu.
Lífsmottó: Þú veist ekki hvað þú átt fyrr en þú missir það.

TENGDAR GREINAR:
Alexandra Rut Kristinsdóttir
Arney Lind Helgadóttir
Bylgja Sif Jónsdóttir
Bryndís Hera Gísladóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir
Guðrún María Guðbjörnsdóttir
Guðrún Telma Þorkelsdóttir
Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Monika Jónsdóttir
Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Una Rós Sævarsdóttir
Þóra Fríða Åberg
Þórhildur Ósk Stefánsdóttir

Fyrri greinLögreglukórinn syngur á Heimalandi
Næsta greinLjósmynd Jónasar á frímerki