Ungfrú Suðurland: Helga Rún

Helga Rún Garðarsdóttir er nítján ára Landeyingur, fædd 28. apríl 1991.

Helga Rún er dóttir Garðars Guðmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur í Hólmi og hún stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík í náttúrufræðideild.

Tíu spurningar til Helgu Rúnar:
Helstu áhugamál:
Lestur, spil, sauðburður og vera með fólki sem mér finnst skemmtilegt.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Eftir að ég flutti til Reykjavíkur þá met ég sveitina mína alltaf meira og meira.
En erlendis: Ég á mér engan sérstakan uppáhalds en mig langar ótrúlega að fara til Aþenu og skoða Akropolishæðina og allar fornminjarnar þar.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Katrínu Jónsdóttur, fótboltakonu og lækni.
Uppáhalds bók: Var að klára Íslandsklukkuna, hún er frábær. Svo er Njála alltaf ofarlega á lista, hef lesið hana oft.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ég er óskipulega skipulögð, öguð, samviskusöm og hrikalega skemmtileg.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Nú er gaman með Dans á rósum. Það lag vekur upp góða minningar.
Hvað hræðistu: Í augnablikinu kvíði ég stúdentsprófunum. Þau eru tólf talsins.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Útskriftarferðin til Marmaris síðasta sumar.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Ég tók þessu sem áskorun og ákvað að slá til. Hef bara heyrt gott umtal um Ungfrú Suðurland.

TENGDAR GREINAR:
Brynhildur Helgadóttir
Fjóla Sif Ríkharðsdóttir
Guðný Ósk Ómarsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Helga Rún Garðarsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Íris Bachmann Haraldsdóttir
Karen Hauksdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Guðrún Birna
Næsta greinSpennandi keppni í meistaraflokki