Áslaug Ýr valin sumarstúlkan

Áslaug Ýr Bragadóttir var valin Sumarstúlkan 2010 en keppnin fór fram í Hvítahúsinu á Selfossi í nótt.

Áslaug Ýr er 18 ára og er frá Efri-Gegnishólum í Flóahreppi.

Þorlákshafnarmærin Berglind Eva Markúsdóttir var kosin netstúlka sunnlenska.is en mjög góð þátttaka var í kosningu hér á vefnum.

Tíu gullfallegar stúlkur tóku þátt í keppninni og komu þær tvisvar fram fyrir fjölda gesta í Hvítahúsinu.

Að keppni lokinni tryllti hljómsveitin Oxford lýðinn.

Fyrri greinRætt um Ólaf Jóhann í dag
Næsta greinFjögur verðlaun til HSK/Selfoss